Thursday, January 10, 2013

Afmæliskrans

Nokkrum mánuðum fyrir afmæli stelpunnar minnar byrja ég að plana í hausnum á mér hvernig afmælisþema á að vera. Mér finnst það ógissssssssla skemmtilegt :)
2 ára afmælið var ballerínuþema því að henni finnst ballerínur alveg æðislegar og snýst í marga hringi að leika ballerínu.

Svo að ég fór á fullt að finna eitthvað afmælisfínerí sem að gæti verið ballerínulegt og gerði eitt stykki afmælisballerínukrans!


Hér sýni ég nokkur skref hvernig hann er gerður:

 Ég keypti svona "foam" hring eða hvað sem það er nú kallað, í föndurbúð, svona eins og maður notar í jólakrans
 Vafði utan um hann silkiborða svo að þetta hvíta sjáist ekki í gegn og grunnurinn verður fallegri
 Passið ykkur að vefja nógu þétt svo ekki komi bil á milli
 Og vera með nóg af borða
 Svo festi ég borðann í byrjun og enda með títuprjóni sem stingst auðveldlega í gegnum hringinn
 Ég var með stranga af tjulli sem ég klippti jafnt niður og af því að ég hafði nóg af tjulli fannst mér betra að klippa meira heldur en minna svo gat ég bara klippt það til, eftir því hversu langt ég vildi að það næði upp.
 Svo hnýtti ég lengjurnar utan um hringinn - 2 hnúta - Svo ýti ég þeim saman.
 Ég prentaði út af Google "number 2 stencil" klippti það út og lagði það yfir glimmerblaðið mitt
 Ég keypti nokkur glimmerfoam blöð í búnti í allskonar litum í Tiger
 Svo festi ég töluna með nál og tvinna í gegnum "tvistinn" og svo í silkiborða sem ég batt um kransinn og límdi svo aftan á hurðina til að hann myndi haldast.

Voila we have se krans! :)

Munið að það þarf að velja "Anonymous"  ef þið viljið kvitta :)


1 comment:

  1. þetta er algjör snilld hjá þér elsku Sigrún Kristín, gaman að þú sýnir hvernig þú gerir:)
    flottust
    knús Sif

    ReplyDelete