Thursday, January 31, 2013

Ljós og lampar



Jæjjja.. Afsakið hlé!

Mig grunaði nú að ég myndi hökta í gang með bloggið þar sem að ég er á fullu í vinnunni og skólanum og það er svolítið mikið að gera þessa dagana. Plús að þá lenti ég í því að tölvan mína bara fylltist "óvart" með grilljón myndum og ég þarf víst( að mati my man) að kaupa stærri harðan disk.. já eða ekki vera svona ógeðslega myndaóð. Held að ég velji hinn kostinn.. játs. En ég hætti ekki að hugsa um lífsins dásemdir, ónei. Ég veit að minn maður mun hlæja að þessu bloggi, þar sem að ég er með óstjórnlega mikinn áhuga á allskonar retro ljósum og tek andköf með tilþrifum ef ég sé flott ljós og hann hrekkur við :) Hér koma "nokkur" af þeim sem mér finnst með þeim flottari.

Demo ljós:
Íslensk hönnun - Mér finnst retro lagið á þeim svooo flott og birtan er svo hlý Langarí!
þessi dönsku dropaljós eru með þeim flottari að mínu mati. Ég er með eitt svona hangandi inn í eldhúsi sem ég er með í láni frá systur minni( Takk Elva Rósa, ef þú ert að lesa :)) Svo á ég 2 mini svona sem ég á ennþá eftir að finna góðan stað.
 
Þetta er flott í stórri stofu. Og er SVAKA flott í stofunni hennar Ástu vinkonu, sem var svo heppin að finan eitt svona :) Ég hefði heldur ekkert á móti því að fá mublurnar líka galdraðar inn í stofu til mín :)

Þetta er frekar lúðaleg mynd af annars rosa flotta lampanum mínum sem ég fann í IKEA fyrir möööööööörgum árum síðan, þetta sem virðist vera svart er í raun rautt og er ofboðslega fallegt þegar kveikt er á lampanum. Í alvörustunni!
Elska, elska eeeelska svona hnetti. Ég er með einn svona á tekk skenkinum mínu sem ég fann á skransölu fyrir nokkrum árum. Það er alltaf kveikt á honum og hann setur svo skemmtilegan brag og liti í stofuna.
Tom Dixon er SNILLALINGUR mikill! Þessi ljós eru svo guðdómleg að mig langar að knúsa þau.. og fægja þau svo auðvitað á eftir :)
 Tom Dixon heldur áfram að vera SNILLALINGUR og býr til þessi ljós sem toppa ALLT! Mig langar svo í þau að það er svona "fleygjasérígólfið" langar í þau! Sérstaklega þetta lengst til vinstri, það á að eiga heima hjá mér, þabarrasollis!
Tom Dixon ljós - EN ég á alveg eins nema silfurlitað sem ég fékk í Habitat forðum daga..Komu mjög fá, játs heppin ég. Svo er það ekki bara flott heldur hefur það verið skemmtilegur spegill fyrir Rebekku Sif þegar hún er á háhest á pabba sínum :)
 Þetta fékk ég gefins fyrir löngu síðan og held mikið upp á það.
Heico lamparnir eru svo dásamlegir að mig langar í næstum alla! En það gæti lookað eins og dýragarður ef ég læt nú vaða á það, en langar að bæta við bamba, einn svepp, íkorna og kanínu, já og mögulega gæs!
Bubblujólaljós! Ég er búin að eiga svona í kassa í uuuuu... ég ætla ekki að segja hvað mörg ár, án þess að nota þau. Hef vantað straumbreyti og svo hef ég ekki viljað setja þau upp fyrr en stelpan er vaxin upp úr "henda í gólfið" aldrinum. En þetta er svo æðislega gamaldags og huggulegt að einn daginn læt ég vaða.
 Kopar er málið!
 Þetta er alltaf svo hallærislega 70´s og flott
Þessa mynd fann ég af DIY síðu, sú fann mini Sony sjónvarp í bíslkúrssölu, setti ljós inn í það, tók skjáinn út og setti retro mynd í staðin. Ef ég fæ einhverntímann tíma í svona dund, og finn svona sjónvarp. Þá væri æði að búa svona til!
Þangað til næst! (P.s verið þolinmóð, ég fer bráðum í skólafrí)

Munið að það þarf að velja "Anonymous"  ef þið viljið kvitta :)

Thursday, January 10, 2013

Afmæliskrans

Nokkrum mánuðum fyrir afmæli stelpunnar minnar byrja ég að plana í hausnum á mér hvernig afmælisþema á að vera. Mér finnst það ógissssssssla skemmtilegt :)
2 ára afmælið var ballerínuþema því að henni finnst ballerínur alveg æðislegar og snýst í marga hringi að leika ballerínu.

Svo að ég fór á fullt að finna eitthvað afmælisfínerí sem að gæti verið ballerínulegt og gerði eitt stykki afmælisballerínukrans!


Hér sýni ég nokkur skref hvernig hann er gerður:

 Ég keypti svona "foam" hring eða hvað sem það er nú kallað, í föndurbúð, svona eins og maður notar í jólakrans
 Vafði utan um hann silkiborða svo að þetta hvíta sjáist ekki í gegn og grunnurinn verður fallegri
 Passið ykkur að vefja nógu þétt svo ekki komi bil á milli
 Og vera með nóg af borða
 Svo festi ég borðann í byrjun og enda með títuprjóni sem stingst auðveldlega í gegnum hringinn
 Ég var með stranga af tjulli sem ég klippti jafnt niður og af því að ég hafði nóg af tjulli fannst mér betra að klippa meira heldur en minna svo gat ég bara klippt það til, eftir því hversu langt ég vildi að það næði upp.
 Svo hnýtti ég lengjurnar utan um hringinn - 2 hnúta - Svo ýti ég þeim saman.
 Ég prentaði út af Google "number 2 stencil" klippti það út og lagði það yfir glimmerblaðið mitt
 Ég keypti nokkur glimmerfoam blöð í búnti í allskonar litum í Tiger
 Svo festi ég töluna með nál og tvinna í gegnum "tvistinn" og svo í silkiborða sem ég batt um kransinn og límdi svo aftan á hurðina til að hann myndi haldast.

Voila we have se krans! :)

Munið að það þarf að velja "Anonymous"  ef þið viljið kvitta :)