Monday, February 18, 2013

Wall Mural´s

Ég hef alltaf verið heilluð af því sem kallast "Wall Mural´s" eða veggmyndir sem eru einskonar veggfóður. Ævintýralegar myndir sem fara samstundis með þig upp í Klettafjöllin, heim til Heidi eða á ströndina. Sett á einn vegg, til að bæði gera rýmið meira spennandi og ævintýralegt + stækkar það stofuna/herbergið. Fallegast er að hafa vegg sem er "tómur" s.s. engin veggljós, hillur eða annað sem gæti truflað heildarmyndina.

Klettafjöllin í stofuna:
 Fallegt að setja svona retro veggmynd inn í barnaherbergi til þess að gefa því ævintýralegan brag.
 Elska þetta! Stækkar baðherbergið (ekki þó að það sé eitthvað litið :))
 Hér er rými sem þarfnast "illusion" stækkunar og er þetta fullkomin lausn.
 Falleg og tær mynd og með aðeins "nýtískulegri" brag. Upplausnin góð og myndin skýr.

 Þessi hefur retro útlit, sem myndi passa fullkomnlega inn í stofuna mína!
 Þessi hefur svo fallega dýpt í myndinni.  Mig dreymir um að sigla á kajak þarna í gegn.
Ertu með gluggalaust baðherbergi? Þá er þetta snillldarhugmynd. Smella þessari á einn vegg og þá birtir inn :) (Gæti samt verið pínu svekkjandi ef það er td. nóvember og svo labbar þú út í snjóstorm ;))
 Þetta er fallegt í svefnherbergi og líka til að lengja gang á heimilinu.



Ohhh... Mig langar að fleeeeeyyyyygja mér út í þetta vatn! Sammála? Svo girnilega, tær og frískandi mynd. Ég gæti vel hugsað mér þessi á einhvern vegginn.
Já svo eru nú örugglega líkur á að eftir einhver ár, færðu leið á þessu. En þá bara er það tekið niður. Það er nefnilega svo ótrúlega gott og endurnærandi að breyta til hjá sér, ég allavega elska það :)


Munið að það þarf að velja "Anonymous"  ef þið viljið kvitta :)