Ég byrjaði að æfa mig með því að baka og skreyta kökur fyrir dóttur mína, og fólkið í kringum mig.
Þegar dóttir mín varð 1 árs fékk ég hugmynd að Mjallhvítarköku, ég teiknaði upp nokkrar hugmyndir og þetta varð útkoman :
Þemað var Mjallhvít og því var allt skreytt í Mjallhvítarstíl, þar á meðal Rebekka Sif afmælisstúlka :)
SnowWhite land
Mjallhvít litla :)
Pakkinn frá ömmu Önnu Siggu
Borði gerður úr gamalli Mjallhvítarbók sem ég keypti á Etsy - (hefði ekki sjálf tímt að klippa hana í borða, en keypti hann fyrst að það var búið að því :)
Yfirsýn yfir borðið.
Gulur - Rauður -Blár
PomPoms sem er ótrúlega gaman og frekar auðvelt að gera
En hvað þetta er yndislega fallegt hjá þér :) Elska alveg bóka-fánaborðann! Fékk að deila þessu inn á fésbókarsíðu Skreytum Hús, vona að það sé í lagi!
ReplyDeleteVá þvílíkt ævintýri hjá þér, glæsilegt!
ReplyDeleteOg gaman að sjá þig hér á blogginu :)
Bestu kveðjur,
Kikka
Takk fyrir dömur.. Bloggin ykkar eru líka DÁSAMLEG!
ReplyDeleteJá bóka-fánaborðinn er svo flottur, langar svo að föndra svona, maður þarf bara að tíma bókum í það ;)
Og já ekkert mál, ég var bara í skýjunum að drottning bloggsins væri að deila síðunni minni :)
Eitt flottasta afmælli sem ég hef farið í :) Frábært þema . bloggið frábært eins og allt sem þú gerir hjartagull. Hlakka til að fylgjast með.
ReplyDeleteLove mammslan
Þetta er alveg geggjað hjá þér elsku Sigrún Kristín eins og allt sem þú gerir, hlakka svo til að fylgjast með bloggnum þínum
ReplyDeleteKnús Sif