Í fæðingarorlofinu kviknaði bakstursáhugi.
Ég byrjaði að æfa mig með því að baka og skreyta kökur fyrir dóttur mína, og fólkið í kringum mig.
Þegar dóttir mín varð 1 árs fékk ég hugmynd að Mjallhvítarköku, ég teiknaði upp nokkrar hugmyndir og þetta varð útkoman :
Þemað var Mjallhvít og því var allt skreytt í Mjallhvítarstíl, þar á meðal Rebekka Sif afmælisstúlka :)
Bambamuffins
Mjallhvítarmuffins
SnowWhite land
Dásemdar Mjallhvítar 3D gluggi
Mjallhvít litla :)
Pakkinn frá ömmu Önnu Siggu
Borði gerður úr gamalli Mjallhvítarbók sem ég keypti á Etsy - (hefði ekki sjálf tímt að klippa hana í borða, en keypti hann fyrst að það var búið að því :)
Yfirsýn yfir borðið.
Gulur - Rauður -Blár
PomPoms sem er ótrúlega gaman og frekar auðvelt að gera
Afmælisdísin.