Það er eitthvað svo hjartahlýtt við páskana.
Sólin sem rís, mildu pastel litirnir, páskaliljurnar, greinarnar með eggjaskrautinu til að hengja á, sem fara með mig aftur í tímann þegar ég var lítil stelpa að skreyta með mömmu, fjölskyldu-samveran sem er það allra besta af öllu, frí til að njóta alvöru stunda lífsins, sveitasælan og föndurstundir svo eitthvað sé nefnt.
Þetta kanínukrútt er gert úr ljósi (sem fæst t.d í Ikea og partýbúðinni) og "Foam" pappír ( sem fæst t.d í Tiger)
Sniðug páska trít
Svo frábært og gæti ekki verið einfaldara! Segir sér nú eiginlega sjálft EN egg skorið í helminga, paprika/gulrótarbiti og fræ!
Börnin munu elska að föndra þetta. Fullorðinn getur klippt út og svo getur barnið dundað sér við að líma og setja bómul
Pappadiskur/ Pappís/ "Pípuhreinsir" og augu. ( Það er hægt að kaupa sniðugan startpakka í Tiger sem innilheldur t.d síðustu 2 hlutina í þessu föndri
Sætt skraut, gaman að skreyta páskaborðið með þessu og krökkunum finnst eflaust fyndið að súpa úr þessum :)
Þessi er ÆÐI!!! Djústappi undir, Spari servíetta, Litaði límhringir sem maður kaupir í A4 t.d, litar augu og kórónú á pappír límir á og teiknar restina með blek penna :)
Gúgú.. einhver heima :)
Skrifaðu falleg skilaboð/ eða settu málshátt og settu á diskinn hjá hverjum og einum á páskadag
Ó þessir fallegu litir
Velkomnir páskar!
Ok, kannski ekki páskalegt en guðmundur minn góður hvað þetta er ofur FYNDIÐ og sætt :)
Enn og aftur, þá gleðja þessir litir mig ó svo mikið
HALLÓ KRÚTT!
Setja glaðning í pokann í staðin fyrir súkkulaði :)
Oh elska páskana og samverustunda fjölskyldunnar. Höfum gaman saman. Yndislegt bloggið þitt <3
ReplyDeleteLuv mammins
Krúttípútt ert þú búin að vera föndra, þetta er allt svo sætt:) elska líka páskana,
ReplyDeleteHlakka til að sjá meira
Knús Siffí